Skilmálar

Leiguna er aðeins hægt að greiða með kreditkortum. Ekki er hægt að nota fyrirframgreidd kreditkort. Notkun kreditkorta þýðir að leigjendur greiða leiguna í raun eftirá fyrir hvern mánuð. Það eykur líka þægindi og lágmarkar umstang við leigugreiðslur.

Uppsagnarfrestur á leigu er einn mánuður og miðast uppsögn við mánaðarmót. Ef sagt er upp t.d. 20. mars, þá tekur sú uppsögn gildi næstu mánaðarmót á eftir, það er 1. apríl, og þá er síðasti dagur til að skila geymslunni tómri hinn 30. apríl. Uppsögn þarf að vera skrifleg.

Hægt er að byrja leigu á hvaða degi sem er. Aðeins eru greiddir þeir dagar sem eftir eru af fyrsta leigumánuði. Eftir það er leigan frá fyrsta degi til síðasta dags mánaðar. Lágmarks leigutími er einn mánuður og aðeins er leigt í heilum mánuðum.

Leigjendur tryggja sjálfir það sem geymt er. Leigjendum er bent á að ræða við tryggingafélag sitt og láta það vita að innbúið sé í geymslu hjá Geymslu Eitt.

Leigjendur hafa frjálsan og ótakmarkaðan aðgang að sinni geymslu ALLA daga ársins frá 8 á morgnana til 22 á kvöldin. Hinsvegar er skrifstofan opin frá 10 til 17 á virkum dögum og til 16 á föstudögum.