Ekki borga of mikið. Gamla bragðið klikkar ekki:

„Já, já, ég skal gefa þér 20% afslátt með glöðu geði“ (ég hækka bara verðið um 30% fyrst). Gættu að því að vel getur verið að þótt þú fáir „góðan afslátt“ þá sért þú samt að greiða meira á endanum. Berðu því alltaf saman endanleg verð eftir afslátt, og þú gætir komist að því að verðið með engum „afslætti“ er lægra heldur en verðið með afslættinum góða.

Ekki borga of „lítið“:

Það er mun dýrara á endanum að leigja sér of litla geymslu. Ekki freistast til að taka of litla geymslu. Starfsfólk geymslufyrirtækja getur gefið góð ráð en hefur ekki séð það sem þú þarft að geyma. Aðeins þú veist hvað þú þarft að geyma. Það er dýrt ef allt dótið þitt kemst ekki inn eða ef það fer illa um það.

Aðgengi, aðgengi, aðgengi – lykilatriði:

Þegar mjög gott aðgengi er að geymslu þá verður miklu auðveldara að flytja. Gott aðgengi er t.d. að geta ekið alveg upp að geymslunni og hafa stóra hurð. Aðgengið sparar þér peninga. Aðgengið sparar þér vinnu. Aðgengið sparar þér tíma. Auðveldara er að fá fólk til að hjálpa. Það er nógu erfitt að flytja. Þess vegna er ómetanlegt að spara sér; peninga, vinnu og tíma. Hjálparfólkið er ánægðara líka.

En geymslufyrirtækið er bara rétt hjá mér?!?

Óvænta staðreyndin er að það er oft margfalt fljótlegra að flytja í þá geymslu sem fjærst er? Ástæðan er þó einföld - aðgengið. Ef þú getur ekið alveg upp að geymslu-bílskúr, sem er að auki með stóra bílskúrshurð, þá ert þú innan við hálftíma að fylla stóra geymslu. Hinsvegar, ef þú þarft að leggja úti á plani og flytja eina handkerru í einu inn í hús, eftir göngum, og jafnvel í lyftu, og stafla inn í geymslu, þá gætir þú sparað um 5. mínútna akstur en eytt meira en klukkustund í að fylla geymsluna.

Sparaðu flutningskostnað – tíminn er dýr:

Best er að fá sendibílstjóra til að hjálpa til við flutninginn. Einnig er hægt að leigja sjálf(ur) sendibíl og fá sér hjálparmenn. Hvað sem þú gerir gættu að því að hver flutnings-klukkustund getur kostað hátt í mánaðarleigu. Ef þú leigir geymslu sem er mjög fljótlegt að fylla og tæma þá ert þú að spara þér allt að mánaðarleigu í lægri flutningskostnaði. Aðgengið skiptir hér aftur öllu máli.

Veldu þjónustuna sem hentar þér!:

Á hvaða tímum vilt þú geta komist í þína geymslu? Á hvaða tímum getur þú fengið fólk til að hjálpa þér? Langlíklegast er að þú viljir sinna þínum geymslumálum þegar þú ert ekki upptekin í vinnu. Því ættir þú að velja geymslufyrirtæki með rúman opnunartíma á kvöldin/helgar/helgidaga. Kannaðu hvar þú færð rúman en öruggan opnunartíma.

Er búslóðin þín öruggust heima?:

Að öllu jöfnu þá er búslóðin þín margfalt öruggari í búslóðageymslu heldur en heima hjá þér. Einföld tryggingatölfræði sýnir að það er margfalt líklegra að brotist sé inn heima hjá þér heldur en í búslóðageymslu sem þú leigir. Tölfræðin miðast við að ekki sé almennt aðgengi í geymsluna á nóttunni.

Ert þú týpan sem myndir kaupa 100 rúmmetra íbúð?

Það er alltaf öruggara að leigja sér geymslu í fermetrum – m2. Ástæðan er sú að þá færð þú þann gólfflöt sem fermetrarnir segja til um. Það getur verið blekkjandi að telja fram marga rúmmetra – m3. Í raun þarf að deila í rúmmetrana með næstum 3 til að fá út rétta gólfflötinn (fermetrana). Það er erfitt að átta sig á rúmmetrum. Ósennilegt er að þú náir að nýta alla rúmmetrana – m3 því þeir telja líka plássið sem er alveg upp við loft. Þess vegna kaupir enginn sér íbúð mælda í rúmmetrum.

Getur lengri opnunartími orðið verri?::

24. stunda opnunartími þýðir að allir aðrir leigjendur, og fylgifiskar, geta gengið um húsnæðið á nóttunni líka. Er virkilega góð hugmynd að almennt sé umgengni við þína geymslu á blá-nóttunni? Hverjir eru að sinna geymslumálum á nóttunni? Kannski vaktavinnufólk? Kannski ekki? Hver fær hjálparmenn á nóttunni, eða sendibíl? Ef upp koma vandamál yfirhöfuð þá gerast þau á nóttunni. Öryggismyndavélar koma ekki í veg fyrir vandamál, heldur sýna aðeins það sem gerðist eftir á.Kannski er öruggast að vera einfaldlega ekki með neina umgengni um geymsluhúsnæði á blá-nóttunni? Hvað finnst þér?

Ef þú ert með gám – lestu þetta:

Það er sérstaklega mikilvægt að hægt sé að setja gáminn alveg upp við geymsluna. Þannig tekur ekki nema 30-40 mínútur að tæma heilan gám inn í geymslu. Auk þess að þurfa ekki að nota kerrur eða fara talsverða vegalengd utan af plani og inn í hús.

Láttu sjá þig, þú ert velkomin(n)!:

Ekki spara þér það að skoða geymsluna. Stutt heimsókn til að sjá geymslustærðir tryggir að þú færð rétta stærð. Einnig þá sérðu hversu góð aðstaðan er. Heimsókn tekur stutta stund en skilar þér miklu. Ef þú kemst ekki sendu þá einhvern sem þú treystir. Aldrei leigja óséða geymslu. Það er ávísun á vandamál.

Stjórnaðu sjálf(ur) þínu aðgengi:

Best er að leigja geymslu þar sem þú læsir þinni geymslu sjálf(ur) með þínum eigin lás. Þannig hefur þú fullkomna stjórn á því hver fer í þína geymsu og hver fer ekki í þína geymslu.

Fyrirvari er á öllu bestur:

Gott er að finna réttu geymsluna með eins löngum fyrirvara og hægt er. Stundum er ekki hægt að ganga að því vísu að einmitt rétta stærðin sé til á einmitt réttum tíma.

Þú ert kannski betur tryggð/ur en þú veist:

Innbústryggingin þín nær yfir búslóðina þína hvort sem hún stendur heima hjá þér eða í búslóðageymslu. Þú þarft samt að tala við þitt tryggingafélag og fara yfir sér-skilmála ef einhverjir eru.